Fulfill


From an exhibition at Harbinger, Reykjavík. Part of the series Networking and Chilling curated by Kristín Helga Ríkharðsdóttir, Rúnar Örn Marínóson, Veigar Ölnir Gunnarsson and Una Björg Magnúsdóttir.

An inflated sculpture, filling up the exhibition space. Occasionally the fan goes off, letting the sculpture collapse slightly before it inflates again, squeezing into every corner of the gallery space. 








View from the back room. 



Þenur sig út í allt rýmið, fyllir upp í það svo þú finnur áþreifanlega fyrir ytri mörkum þess, massa þess, veggjunum, gluggunum. Þetta er allt og sumt, hvorki meira né minna. Rýmið. Fyllir upp í rýmið. Skúlptúr sem fyllir upp í rýmið. Eðli málsins samkvæmt er aðeins hægt að horfa á það utan frá. Það er ekki pláss fyrir áhorfendur þar inni því listaverkið fyllir upp í rýmið. En það er svo sem ekki málið, að úthýsa áhorfandanum. Ég þarf bara á því að halda að fylla rýmið. Láta skúlptúrinn þenjast út og hníga svo. Og sjá bilið á milli, þegar hann hnígur, fyllir næstum upp í rýmið. Að sjá hann fylla næstum upp í rýmið framkallar það þegar hann fyllir upp í það. Treðst út í gluggann. Þrýstist upp að hurðinni. Af hverju er mér ekki sama um það? Er þetta eitthvað leiðindavesen með eðli sýningarrýmisins? Eða hefur þetta bara almennt með rými og ytri mörk vs. innra rými að gera? Og hvað með það? Ytri mörk, að fara alveg upp að þeim og hopa aðeins til að finna betur fyrir þeim. Þetta hefur að gera með bilið þarna á milli, þegar slakinn sýnir þetta litla pláss sem eftir er. Og er svo fyllt. En hvaða tilfinning fylgir því að horfa á þetta? Fullnægja og kannski smá tómleiki, samt ekki. Ég vildi gjarnan heyra í honum krumpast og þenjast, aðallega snarkið þegar hann hnígur niður. Ertu að reyna að sýna mér eitthvað? Sýna mér hvað þú getur? Þú ert gylltur, glitrandi, rísandi, hnígandi, þenjandi, andandi, til. Þetta geturðu; álteppi, límband, loft. Álteppi, límband, loft. Potential. Fulfill your potential.



Fulfill                          Uppfylltu

Fulfill.    Uppfylla.



Uppfylltu ósk mína, uppfylltu ósk þína.

Fylltu upp í allt sem þú getur. Nei annars, það er óþarfi. En fylltu upp í þetta rými. Ég veit ekki hvort það er myndhverfing fyrir eitthvað annað. Þú getur orðið stór, þanist út úr næstum engu. Uppfylltu eitthvað. Fulfill me. Fulfill your potential. Fulfill someones wish. Uppfylltu lágmarkskröfur, uppfylltu öryggisskilyrði.

Hnígðu svo niður, en bara að hluta til. Bara nóg til að sýna að þetta er ekki sjálfsagt. Til að við gleymum ekki bilinu á milli, muninum á því þegar þú uppfyllir allt og þegar þú gerir það ekki. En hvaða máli skiptir það? Uppfyllt. Þanin. Að springa, ekki beint. Þeta er ekkert dramatískt. Mögulega kannski ljóðrænt, en ég veit ekki einu sinni með það. En kannski snýst þetta meira um hreyfinguna, að verða stór úr einhverju svona litlu. Against all odds. Að sigrast á einhverju. Koma inn með einn plastpoka með smá dóti og fylla rýmið. Að púsla og líma svo til verði þessi strúktúr.