This is Our First and Last Work


Solo exhibition in Reykjavík Art Museum, Hafnarhús. 2016. 

Video, pastel drawings, charcoal and coloured ciagarette sculptures on paper plinths.




Þetta er okkar fyrsta og síðasta verk

Stillum okkur upp. Stillum okkur af. Þetta er okkar fyrsta og síðasta verk. En þá hringir síminn og þú þarft að leysa einhverja þrívíddarþraut. Ég sendi þig út á stétt því mér datt ekkert annað í hug. Því fylgdi ekki sú ró sem ég hafði vonast eftir. Nú vantar mig leir. Eitthvað til að hnoða upp og draga í sig það sem öllu máli skiptir. Eða hitt sem er fyrir og byrgir mér sýn. Þetta er hálfgerður kindastígur og ég ríf af leirnum og læt hann detta á jörðina. Man þá að mögulega var ég að leita að lambi. Mig langar að segja „leita lambs“ því mér leiðast svo óþarfa forsetningar og mig langar að njóta fallbeygingarinnar, en það misskilst sem uppskrúfað. Ég gjóa augunum til hliðar, sé lambið hvergi, en veit af því hvítu og krulluðu á skjálfandi spýtulöppunum. Það getur skakklappast hvert sem er og vonlaust fyrir mig að ætla að elta það. Smalastúlkan sest niður felur andlitið í höndum sér óhuggandi, óhugsandi.

Ég veit ekki hvað langur tími líður en hann er nógu langur til þess að hún verði að mynd: óhugsandi, óhuggandi. Lambið bröltir með framlappirnar í kjöltu hennar, dindilinn sperrtan og mænir blíðlega á hana í huggun. Enn betri mynd. Þessi er kjörin til stækkunar en ég veit ekki hvað ég á að gera, því ég er þau bæði, lambið og smalastúlkan.

Ég fann aldrei neitt. Enda var það kannski aldrei meiningin. Ég fann svo skýrt fyrir öllu þessu sem var falið og týnt og handan við hólinn. Það var eins og ég héldi því í lófunum. Braut svo pappírinn og stillti honum upp á gólfinu í salnum og bað hann að vera til. Hann horfði á mig og spurði hvort ég væri að grínast. Ég vissi það ekki, sagðist halda ekki og stuggaði við honum með stjörnuljósi.
This is Our First and Last Work

Get in position. Adjust the position. This is our first and last work. But then the phone rings and you have to solve some 3D problem. I sent you out on the street because I couldn’t think of anything else but it didn’t bring me the calm I’d hoped for. Now I need clay. Something to knead and absorb what matters everything. Or the other stuff which is in the way, clouding my vision. This is a sheep path of sorts and I tear a piece off the clay and drop it on the ground. Then I remember I may have been searching for a lamb. I look to the sides, can’t see the lamb anywhere but know it is there, white and curly on trembling, bony legs. It can stagger anywhere. Hopeless for me to go following it. The shepherdess sits down and hides her face in her hands, inconsolable, inconceivable.

I don’t know how long has passed, but it’s long enough for her to become an image: Inconceivable, inconsolable. The lamb clambers into her lap with its front legs, its tail erect and its eyes staring tenderly at her in consolation. An even better image. Ideal for enlarging, but I don’t know what to do for I am both of them, the lamb and the shepherdess.

I never found anything. Perhaps that was never even the intention. I could feel so clearly all that was hidden and lost and beyond the hill. It was as if I held it in the palms of my hands. Then I folded the paper, positioned it on the floor of the gallery and asked it to exist. It looked at me and asked if I was kidding. I didn’t know, said I didn’t think so, and nudged it with a sparkler.